<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Ógeð
Ég er nú ekkert á móti pelsum eða svoleiðis en þetta er það ógeðslegasta sem ég hef séð held ég!!http://www.petatv.com/tvpopup/video.asp?video=fur_farm&Player=wm&speed=_med

(Góð síða sem ég rakst á í samb. við svona m.a. með þessu videói: www.furisdead.com )

mánudagur, júlí 25, 2005

Siljan mín
Ohhh hvað ég sakna litlu elskunnar minnar...
Hlakka ekkert smá til að sækja hana, það gengur víst rosa vel hjá fólkinu sem er að passa hana og þau segjast eiginlega ekkert tíma að skila henni.

Ps. á ég að segja ykkur leyndó..
mig langar rosa mikið í einn í viðbót ;)

sunnudagur, júlí 24, 2005

Sveinbjörn og co í heimsókn
Jæja.. enn ein helgin að lokum komin. Þá er bara næsta helgi (verslunamannahelgin, en þá ætla örugglega mamma, pabbi, Tommi bróðir og Sveinbjörn að koma norður) og þarnæsta helgi eftir hérna á Akureyri (þá verða Elfa og Höskuldur á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð (hesta) og ég verð hér ein með stelpurnar). Þessa helgi núna komu Sveinbjörn og fjölskyldan hans (mamma, amma og pabbi) norður á fimmtudaginn og við gistum á Sámsstöðum. Það var rosalega næs hjá okkur, veðrið var alveg yndislegt og var m.a. mikið spjallað, grillað og hvarf svolítið af bjór ofan í mannskapinn ;)

mánudagur, júlí 18, 2005

Fleiri myndir af Silju
Eg er buin ad setja inn nokkrar fleiri myndir af henni Silju minni: http://photos.heremy.com/halldorahrund/album/89257

Svo er Sigga magkona buin ad bua til sidu fyrir nyju kisuna theirra, hann Legolas:
http://www.dyraland.is/dyr/34351

fimmtudagur, júlí 14, 2005

..ohh hvað það er yndislegt að vera til ;)
Það er búið að vera svo æðislegt veður hérna fyrir norðan í dag að þetta er algjört æði! Sara sem var með mér í hússtjórnarskólanum er á Akureyri núna og við erum bara búnar að taka því rólega og hafa það gott saman í sólinni. Tryggvi sonur hennar er orðinn 2. ára sem mér finnst alveg rosalegt því ég sá hann bara "um daginn" og þá var hann bara pínulítið ungabarn!
Héðan er allt svo sem bara eins að frétta þannig..
Ég fór til Reykjavíkur þarna helgina 24-26 júní í veisluna hans Hödda brósa, rosa fín veisla og voða gaman. Fórum svo til Svölu því hún var að halda upp á afmælið sitt þetta sama kvöld og kíktum svo í bæinn. Helgina þar á eftir var ég bara með fjölskyldunni hérna (Elfu og co.) á Sámsstöðum (sveitabærinn sem þau eiga og nota svona eins og sumarbústað) -rosa kósí. Svo síðustu helgi kom Sveinbjörn í heimsókn til mín og við gistum á Sámsstöðum fyrri nóttina og fórum svo í Skagafjörðinn seinni nóttina og vorum hjá fólki sem Sveinbjörn var að vinna hjá einu sinni eitt sumarið, mamma hans Svenna var þar alla helgina (húsfreyjan er gömul vínkona hennar). Þau eiga minkabú sem mér fannst náttúrulega alveg ótrúlega spennandi og spurði og spurði :)
Hörður bróðir og Sigga eru búin að fá sér kött. Hann er lítill högni sem er silfur persi, þau fengu hann bara afhendan í gær og ég hlakka ekkert smá til að sjá hann.. til hamingju með hann!!
Jæja, hasta la vista í bili..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?