<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Sónarmyndir frá 04.01.08
Jæja þá er ég loksinns búin að skanna inn sónarmyndirnar frá því að við fórum í hnakkaþykktarmælinguna, þá var ég komin rúmlega 13 vikur á leið.. enjoy ;)




föstudagur, janúar 25, 2008

Ætli það sé ekki komin tími á nýja færslu ;)
Eftir jólafríið er bara skólalífið tekið við eins og venjulega. Ég er ennþá á stórudýraspítalanum, í síðustu viku var ég í svínaviku og var þá m.a. að heimsækja svína-sveitabæi og svo tekur kúavika við í næstu viku. Eftir það er ég búin með stóru dýrin og þá erum við Sif að fara að gera lokaverkefnið okkar saman, við ætlum að skoða hunda hjá fysiologi (lífeðlisfræði) hjarta deildinni. Hundarnir eiga að vera ómskoðaðir til að sjá í hvernig ástandi hjartað er og svo eigum við að rannsaka ákveðin efni (nitrogenoxid (NO) og von Willebrand faktor) í blóðinu þeirra fyrir og eftir hreyfingu.

Jólafríið á Íslandinu var annars bara rosa næs. Dagskráin í jólafríinu er nú orðin frekar mikil rútína.. afmæli Unnar á Austur-Indíafélaginu á Þorláksmessu, matarboð hjá fjölskyldunni hans Sveinbjörns á annan í jólum og svo afmælið hennar Örnu Sigrúnar sama kvöld o.s.frv. o.s.frv. Í ár var reyndar Elsa frænka og Giulia á landinu líka þannig það var líka gert ýmislegt annað eins og að fara í Bláa lónið í nudd ;)

Hörður og Sigga skírðu lillann sinn 30.desember og fékk hann nafnið Snorri Freyr!

Svo átti Sveinbjörn afmæli 16.janúar.. 28 ÁRA GAMALL TAKK FYRIR TÚKALL!! Það var nú samt frekar sorglegur afmælisfögnuður þar sem ég lá veik og ælandi alla vikuna, en hann fór nú samt út að skemmta sér um helgina með Rasmusi vini sínum sem á afmæli deginum á eftir honum.

Annars eins og flestir eru eflaust búnir að frétta by now þá er ég ólétt! Ég er komin 16 vikur og við eigum von á rækjunni um 10.júlí þannig ég næ vonandi rétt að klára skólaárið og verkefnið fyrst. Fórum í hnakkaþykktarmælingu 4.janúar og líkur á Downs eru 1:18588 þannig það lítur allt vel út!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?