<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 27, 2009

Kópasker
Þá erum við komin á Kópasker og þetta er alveg ótrúlega lítill bær ;) ..en allavega, útréttingarnar í Reykjavík gengu mjög hægt þó svo að við vorum á fullu allan tímann. En á endanum reddaðist þetta allt saman, við skráðum okkur inn í landið, fórum í heimsókn í leikskólann hans Bjarka Hrafns en hann er búinn að fá pláss á leikskólanum Suðurborg, ég var á sláturhúsinu á Selfossi í tvo daga í smá þjálfun, við keyptum bíl o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. - brjálað að gera!! Svo á miðvikudeginum keyrðum við norður, stoppuðum eina nótt hjá Sif á Akureyri og komum svo á Kópasker á fimmtudeginum þar sem ég fór beint í sláturhúsið og var með dýralækninum fimmtudag og föstudag, en nú er hann farinn og ég tekin við!

fimmtudagur, september 10, 2009

Fluttningarnar á fullu
Við erum alveg á milljón.. dj*?%#¤ er ógedslega leidilegt að flytja!!!!! Við skiluðum dótinu af okkur í gær, þannig nú á BARA eftir að taka til, lakka gólfið og gera íbúðina tilbúna. Mikið verður gott þegar þetta verður búið! Svo tekur við vika til tíu dagar í Reykjavík þar sem við þurfum a skrá okkur inn í landið, kaupa bíl o.s.frv. og svo er það bara Kópasker here we come.. ég hlakka alveg soldið til ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?