<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2009

Febrúar á morgun
Uuusssss tíminn er allt of fljótur að líða.. síðasti dagurinn í barneignafríi á morgun og svo bara skóli á mánudaginn! Ég er að fara á modul 2, eða seinni hlutann á minni braut, sem er meiri spítalatími. Þannig ég er að fara að vera á smádýraspítalanum að leika dýralækni alveg fram á sumar og þá er ég búin, já búin með skólann og orðin Cand.Med.Vet. Halldóra Hrund Guðmundsdóttir!! Sif kláraði núna í janúar og það var alveg rosalega sorglegt að kveðja hana og hjálpa henni að flytja. Svala ver sitt verkefni á miðvikudaginn og þá fer líka að koma að því að kveðja hana.. uss og svei :(

Það var voða næs á Íslandi eins og venjulega. Rosa mikið af jólaboðum og nóg að gera, líka bara að slappa af og hafa það gott á hótel mömmu/ömmu og svona ;) Við skírðum Bjarka Hrafn þann 27.desember og það tókst rosa vel, hann sjarmaði séra Svanhildi frænku alveg upp úr skónum í athöfninni og þetta var voða góður dagur í alla staði. Það var haldin heimaskírn í Funafoldinni hjá mömmu og pabba og ótrúlegt en satt tókst að skíra í kjólnum sem ég er búin að vera að berjast við að sauma og sauma síðustu mánuði.



Litla kallinum fer rosa hratt fram núna, hann er ný orðinn 7 mánaða, er rúmlega 8,5 kg, situr óstuddur, réttir út hendurnar til þess sem hann vill koma til, er kominn með tvær tennur og borðar.. ekki samt eins mikið og foreldrarnir myndu óska sér þar sem brjóstin eru að fara yfirgefa hann og fara í skólann!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?