<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 31, 2005

Próf próf próf
Er í prófum -tala við ykkur þegar ég er búin..

ATH. TIL HAMINGJU MEÐ LITLA BABIES ELSA PELSA OG HELGI!!!!!!!!!!!!
OG TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GURRÝ

mánudagur, október 10, 2005

Fjölgun í litlu fjölskyldunni á Sommerstedgade
Í gær eignaðist ég annan mörð, pínulítinn hvolp! Hann er ótrúlega sætur.. hann fæddist 18.ágúst og er standard-litaður (algengasti liturinn). Hann er einn af 6 systkinum (en einn dó fljótlega eftir fæðingu).

Mamma hans og pabbi (og kallinn sem á þau)..


Þetta er svo aðal-gæinn, svolítið syfjaður á leiðinni..


Kominn heim og bara farinn að slappa af..


Silja og nýja barnið að kúra saman ;)


ps. Það verður heldur betur líf og fjör í kotinu þegar þú kemur í heimsókn í haustfríinu Kata!!

fimmtudagur, október 06, 2005

Bara orðin merkileg!
Hva er þetta.. maður er bara orðin merkilegur og já -jafnvel ÓMISSANDI í danska samfélaginu!
Haldiði ekki bara að það sé að koma leigubíll að sækja mig á morgun kl.11:15 því þeim vantar blóðið MITT á Hvidovre hospital.

sunnudagur, október 02, 2005

Myndasíðan hætt
By the way -nú er heremy hætt þannig að ég á enga myndasíðu í bili!
Á eftir að ákveða hvort ég nenni að gera aðra eða hvort ég setji bara myndir inn á sjálft bloggið eins og hér fyrir neðan af Silju?

Tíminn líður
..jæja þá er enn ein helgin búin! Ég fór í saumaklúbb hjá Hildi í dag, saumaklúbbur fyrir íslensku stelpurnar að læra dýralækningingar hérna, það var voða kósí. Annars leigðum við bara videó á föstudaginn og erum svo bara búin að vera taka því rólega.
Nú er ég búin með allar æfingarnar á þessari blokk (nú heita annirnar blokkir því það eru 4 annir á árinu en ekki 2), þannig að nú eru bara fyrirlestrar hjá mér eftir hádegi -jibbíí nú get ég sofið út hvenær sem ég vil ;) Það er líka bara allt of mikið að fara í skólann um 8 og vera svo ekki komin heim fyrr en um 17, hvenær á maður eigilega að hafa tíma og orku til að læra allar milljón trilljón blaðsíðurnar sem maður á að lesa heima!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?