<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 18, 2006

Breytt plön
Heyrðu heyrðu heyrðu.. sumarplönin eru alveg að breytast!!
Á mánudaginn hringdi síminn og í tólinu var kona frá Taconic Europe að bjóða mér vinnu. Taconic er rannsóknarstofu-fyrirtæki sem ræktar rottur og mýs eftir ákveðnum uppskriftum (genabreyttar, skyldleikaræktaðar, dýr með sykursýki o.s.frv.) fyrir önnur fyrirtæki. Hljómar rosalega spennandi og er náttúrulega mjög góð reynsla fyrir námið mitt! Ég sagði konunni að ég væri því miður búin að ráða mig fyrir sumarið annarstaðar og kvaddi. Fljótlega fór ég í sálarkreppu og hugsaði og hugsaði hvað ég ætti eigilega að gera - hvort ég gæti sagt við hina að ég væri hætt við að vinna hjá þeim? Daginn eftir komst ég að þeirri niðurstöðu að hringja og athuga betur með þessa vinnu og ég er að fara í viðtal á þriðjudaginn. Svo hringdi ég á elliheimilið og sagði þeim frá þessu og þau voru ótrúlega skilningsrík og sæt. Þannig nú getur þetta endað á tvo vegu: Ég fari að vinna hjá Taconic og í Akvariuminu (auka alveg eins og ég hefði gert með elliheimilinu), eða ef mér líst ekki á Taconic (langt í burtu o.s.frv.) verð ég bara í Akvariuminu (heitir Rør ved havdyr sem ég verð að gera) og bið þá um fleiri vaktir og verð solítið meira í fríi en upprunalega planað og gætum við Sveinbjörn þá skellt okkur til Íslands og jafnvel kannski til sólarlanda líka ;) ..kemur allt í ljós á þriðjudaginn eftir heimsóknina á Taconic!

Hörður bróðir og Sigga eru farin til USA að keyra um í annað sinn og ég er búin að setja link hér við hliðina á nýja ferðabloggið þeirra - það verður spennandi að fylgjast með ;)

Eurovision í kvöld - ÁFRAM ÍSLAND!!!!

laugardagur, maí 13, 2006

Sumarplanið!
Fer í próf 22. júní í Farmakologi og farmaci (lyfjafræði) og svo 24. í Klinisk basiskursus (undirstöðu/grundvallar sjúkrahúsa/klínísk... veit ekki alveg hvað maður ætti að kalla það). Svo tekur Hróarskelda við með warm up frá 25. og svo sjálf hátíðin 19. júní til 2. júlí. Strax 3. júlí mæti ég svo fyrsta daginn minn á elliheimilinu og svo bara unnið þar og í Akvariuminu allt sumarið. Í lok sumarsins 25. til 29. ágúst er svo rusturinn (busaferðin þar sem ég og Svala verðum leiðbeinendur (rusvejleder)), sem byrjar nú samt eigilega 24. með voða dagskrá uppi í skóla (rus-bureau). Þannig að það verður bara nóg að gera og vonandi voða gaman og gott veður... vonandi ;) Ef það skyldi nú allt í einu verða frí einhverntíman (er ekki búin að fá vaktplön í vinnunum), sem ég býst nú samt eigilega ekki við, þá er aldei að vita nema maður skelli sér heim á frónið í smá frí, eða jafnvel bara einhvert annað út í heim!

ATH. Við ætlum að halda EUROVISION-PARTÝ á laugardaginn hérna hjá okkur (eins gott að Silvía Nótt komist áfram).. erum búin að fá lánaðan skjávarpa og það verður voða fjör -allir sem verða í København hjartanlega velkomnir!!

sunnudagur, maí 07, 2006

Sumarveðrið komið
Loksins loksins er komið almennilegt veður í Danmörku, og það ekkert smá gott veður!!
Á föstudaginn var Smediefest í skólanum (tveggja daga svona hlöðuball -sem er reyndar ekki í hlöðu lengur en allavega) sem byrjar alltaf á Fortorvscaffe, þar sem er seldur bjór og pylsur og svona úti, trúbadorar spila og voða gaman. Við stelpurnar fórum nú reyndar ekki á ballið, en við fórum á Fortorvscaffe og fórum svo í garðinn hjá stelpunum (Svala, Sif og Hildur búa allar á sama ungdomsbolig rétt hjá skólanum) og grilluðum -ohhhh hvað það var gott!
Ég fór líka á föstudaginn í manicure hjá Jóhönnu sem Höddi bróðir og Sigga gáfu mér í afmælisgjöf og það var alveg æðislega næs, maður gæti sko alveg vanist svona meðferð ;)

Myndir frá Fortorvscaffe..

Nokkrar stelpur af árgangnum


Svala, Dorte og Sif


Fóa róa var auðvitað með


Eiríkur, Vigdís og Sóldís litla


Hildur og Snædís

This page is powered by Blogger. Isn't yours?