<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 13, 2008

Komin í páskafrí og á afmæli á morgun!!
Síðustu tvær vikur er ég búin að vera í Slagteriskolen i Roskilde að læra kødkontrol, þar er búið að vera fyrirlestrar um þetta allt saman, verkefni og svo verklegt að standa í sláturhúsinu og skoða sláturkroppa (svín og beljur). Sif og Embla voru báðar í þessu núna líka og nú er Embla hvorki meira né minna orðin dýralæknir því þetta var það eina sem hún átti eftir..

Við Sif ákváðum fyrir svolitlu síðan að skella okkur í einhverja smá ferð í páskafríinu. Í gær ákváðum við svo að setjast niður og pannta og það endaði með 5 daga ferð til Berlínar á hótel á Alexanderplatz.. þannig að klukkan 6:15 í fyrramálið setjumst við í rútu og þá er það bara Berlin here we come ;)

Svo eftir páskafríið er það aftur lokaverkefnið sem tekur við. Vikurnar fyrir kødkontrolið voru soldið svakalegar og við Sif vorum oftast langt fram á kvöld að undirbúa og taka á móti hundum og eftir páskafrí verður það örugglega aftur svoleiðis.

Annars erum við búin að vera alveg á fullu að flytja. Fengum lykklana að nýju íbúðinni 28. febrúar og svo var það bara að mála og pakka.. sunnudaginn 2. mars var svo hóað í vinina og öllu draslinu hrúgað yfir, sofið fyrstu nóttina í nýju íbúðinni nóttina 3. mars og svo 5. mars skiluðum við endanlega af okkur íbúð 16.. hrein, spaslað í öll göt og lakkað gólf!

Hér eru svo nokkrar myndir úr fluttningunum:


Bless íbúð 16.


Ég og Ebbi að pæla eitthvað.


Sif og Ebbi að mála.


Öllu draslinu hrúgað yfir í nýju íbúðina.


Sveinbjörn að mála baðherbergið.


Svala líka að mála.


Svo að lokum nokkrar bumbumyndir:


3. febrúar, þá var ég komin 18. vikur á leið.


Í náttfötum 21. febrúar, þá var ég komin rúmlega 20. vikur.
..sem er afmælisdagurinn hans Tomma litla bróður.


Og síðast 9. mars, þá var ég komin 23. vikur.


Alveg komin soldil bumba núna og búin að kaupa óléttuföt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?