<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Gæsun!
Á sunnudaginn var ég gæsuð.. mig grunadi ekkert að það væri að fara að gerast. Hélt ég væri að fara í brunch með skólastelpunum, en svo sátu þær bara allar þarna og búnar að plana dagskrá fyrir daginn!

Sif, Svala, Vigdís, Soffía og Gunnella voru með og við byrjuðum á því að borða rosa góðan brunch á Café Zirup. Fórum svo á Bodies, en það er sýning sem er hérna í Kaupmannahöfn núna þar sem eru fullt af mannslíkömum sem er búið að kryfja á mismunandi hátt þannig maður getur séð hvernig allt er uppbyggt. Okkur dýralæknanemunum fannst þetta náttúrulega svaka spennandi, en greyið Gunnella var nú ekki alveg viss um hvort hún ætti að þora inn ;)





Mér fannst rosa gaman að sjá 28 vikna fóstur á sýningunni.. minn er sko alveg 30 vikna.. og þessi 28 vikna var huge.. sé ekki alveg fyrir mér að það sé einn svona þarna inni!

Eftir það fengum vid okkur ís á Paradis í góda vedrinu og svo í bíó á 27 Dresses þar sem við gátum hlegið aðeins að brúðkaupsgeðveikinni.

En takk stelpurnar mínar fyrir yndislega góðan og skemmtilegan dag!!

Annars erum við Sveinbjörn búin að vera saman í 7 ár í dag.. craaazy.. tíminn fljótur að líða!

laugardagur, apríl 26, 2008

Sumarið alveg að koma
Það er orðið rosa fínt veður hérna í DK sól og fallegt veður alla daga, en samt ennþá soldið kallt.

Við Sif erum alveg að verða geðveikar á þessu blessaða verkefni okkar.. munum ekkert úr statistikinni (=tölfræði).. erfitt að finna nógu góðar og upprunalegar heimildir.. og óyfirstíganlegt magn af ofur vísindalegum greinum að lesa.. enginn endir.. gengur ekkert að komast áfram í bili!

Nú eru tvær vikur í brúðkaupið. Á miðvikudeginum fyrir brúðkaupið byrja gestirnir að streyma inn, á fimmtudeginum er ég að fara fínt út að borða með ömmu, mömmu, systrum hennar og Siggu, á föstudeginum að fara í manicure, pedicure og óléttunudd í spainu á D'Angleterre og á laugardeginum hárgreiðsla, förðum og svo brúðkaup!! Það á eftir að vera rosa gaman að sjá alla gestina, borða góðan mat o.s.frv.. ég er farin að hlakka ekkert smá til ;)

Hérna koma svo nokkrar nýjar bumbumyndir. Myndavélin okkar bilaði í Berlín, en Sif var svo væn að taka nokkrar myndir af mér í gær.


25. apríl


Svona er maður orðinn í laginu


Komin rúmlega 29 vikur á leið

sunnudagur, apríl 20, 2008

Brúðkaupsmadness!!
Það er geðveiki þetta brúðkaupsstúss skal ég ykkur segja.. Var í mátun í kjólnum mínum í síðustu viku þegar Anna-Karin sem er með mér í skóla kom labbandi framhjá og inn. Þá var hún á leiðinni að skoða kjóla.. og hvenær ætlar þú að gifta þig?? Það er ekki fyrr en í 2009.. þannig ég hef nóg tíma!!! O.M.G. nú er ég fain að skilja viðbrögðin í brúðakjólabúðunum þegar ég byrjaði að skoða í mars.. og hvenær átt þú að gifta þig?? 10. maí.. þögn.. Á ÞESSU ÁRI???????

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Brúðkaupsundirbúningur
Það er alveg endalaust vesen að vera að plana brúðkaup.. djísus kræst.. já svoleiðis er það.. en fyrir þá sem eru ekki búnir að frétta það þá erum við Sveinbjörn að fara að gifta okkur þann 10. maí! Þetta verður minna brúðkaup þar sem gestalistinn nær yfir systkini foreldra og fáa vini. Giftingin verður í Christians Kirke og veislan í Danmarks Akvarium. Var að enda við að pannta brúðkaupskjólinn í dag, endaði á því að kaupa kjól hjá Dressmaker Jesper Høvring eftir langa umhugsun um hvort ég ætti að tíma því.. en er roooosa ánægð og kjóllinn verður svaka flottur. Það sem er líka svo sniðugt er að eftir brúðkaupið er hægt að láta lita hann og þá er hægt að nota hann oftar en bara þennan eina dag!!

Það var rosa gaman hjá okkur Sif í Berlín.. við skoðuðum, fórum á söfn, löbbuðum og löbbuðum, borðuðum góðan mat o.s.frv. o.s.frv. Sif er búin að vera svaka dugleg að skrifa fína ferðalýsingu á sitt blogg og setja fullt af myndum þannig endilega kíkja á það ;)


Ég og Sif fyrir framan Brandenburger Tor.

Annars er það að frétta úr skólanum að við Sif tókum á móti síðasta hundinum fyrir speciale-ið okkar í gær, þannig nú tekur við að vinna úr niðurstöðum, leita að heimildum og svo bara skrifa, skrifa, skrifa.. Við eigum að skila 2.júní og svo að verja verkefnið í lok júní!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?