<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Spordreki i herberginu minu!!
Ja takk fyrir, um daginn thegar eg var ad fara ad sofa sa eg hvorki meira ne minna en eitt stykki spordreka a veggnum i herberginu minu. Eg akvad ad reyna ad veida hann a pappa til ad setja hann ut.. skjalfandi reyndi eg og reyndi en ekkert tokst! Eg var alveg a leidinni ad hlaupa af stad ad bidja einhvern storan sterkan karlmann um hjalp, en akvad ad getta a grip, sotti kustinn og sopadi honum nidur af veggnum og ut ur husinu!! Daginn eftir (i gaer) var svo annar spordreki a veggnum frammi a gangi (mun skarra en i svefnherberginu samt), en by then var eg natturulega ordin professional scorpion-sweeper og hikadi ekki vid ad saekja kustinn og sopa honum ut ;)
Annars hef eg thad bara rosa gott herna i Tiger Temple. Tigrisdyrid "mitt" heitir Mak, sem thydir sky. Eg a adalega ad umgangast hann svo ad hann geti vanist mer og treyst mer. Hann er gullfallegur, taeplega 2 ara, blanda af indo-chinese og bengal tigrisdyri, rosalega blidur og godur.
Typiskur dagur hja mer herna er thannig ad eg vakna um 6:30 og fer og hjalpa til vid ad thrifa burid hans Mak og svo lobbum vid med hann til Tempelsinns thar sem vid (allt starfsfolkid, munkarnir og their sem koma til ad make merrit (gefa munkunum mat)) bordum morgunmat saman -rosa huggo. Eftir morgunmatinn er svo fritimi thar sem eg venjulega slappa af med hinu starfsfolkinu, les bok eda eitthvad. Milli 11 og 12 fer eg svo aftur af stad til bursinns hans Mak thar sem vid thvoum hann stundum og bordum hadegismat saman folkid sem ser um tigrisdyrin a thvi svaedi. Um kl.13 lobbum vid med hann Mak af stad og tha eru fullt af turistum komnir. Turistarnir labba saman med aftasta tigrisdyrinu til the Tiger Canion thar sem thau fa leyfi til ad klappa tigrisdyrunum og starfsfolkid tekur myndir af theim. Mitt hlutverk thar er ad tala vid turistana og hjalpa til, svo lobbum vid tilbaka um 16 leytid. Thegar vid komum tilbaka ser madur hvernig heilu hjardirnar af dyrum flykkjast ad thvi thau vita ad nu er matar-timi. Her eru fuuuullt af villisvinum, 4 tegundir af hreindyrum, geitur, pafuglar, hestar, kyr, vatna-buffaloar, villtar haenur o.s.frv o.s.frv. Tha er vinnudagurinn buinn og eg fer heim i sturtu og svo fae eg mat og svo er eg nu venjulega bara komin i rumid um 20 til 21.
Nidri i gilinu (Tiger Canyon) kostar ekker ad lata okkur taka myndir af ser og tha stendur madur a bak vid tigrisdyrid og kemur vid thad a bakinu, en ef madur borgar 1000 baht tha er myndin thannig ad hausinn a tigrisdyrinu er i fanginu a manni og svo faer madur belti og postkort. Fyrst thegar eg las thetta med 1000 bahtin hugsadi eg glaetan thad er enginn ad fara ad borga thad, en thad eru bara fuuult af folki sem gerir thad! 1000 baht eru um 2000 islenskar kronur sem er nu ekkert vodalega mikid, en her er thad rosa mikid.. eg hef aldrei keypt neitt fyrir 1000 baht, eg keypi mer tosku a 500 og thad fannst mer svaka mikid. En thad er gott ad folk borgi thetta thar sem peningurinn fer i ad byggja nyja svaedid fyrir tigrisdyrin sem heitir Tiger Island, thar sem thau eiga ad fa ad vera laus.
Thad er voda huggulegt ad umgangast starfsfolkid herna, thau eru algjorlega eins og ein stor fjolskylda! Thau eru um 30 og bua oll i herbergjum herna rett fyrir utan svaedid (thar fae eg kvoldmat, get thvegid thvott o.s.frv.). En thegar vid sloppum af i kringum hadegismatinn sitjum vid olli einni klessu og svo gerir folk bara thad sem thad vill eins og ad plokka grau harin af manninum sinum, eda jafnvel kreista bolur hehe.. Thau tala eigilega enga ensku thannig thad er bara mest bendingar og taknmal sem gildir, en thad gengur og thau eru rosa hly vid mig og engan veginn feimin vid ad snerta mann, halla ser upp ad manni eda nudda a manni akslirnar, sem ad minu mati er alveg aedislegt thar sem eg er nu einu sinni frekar mikil snerti-manneskja ;)
Annars er eg lika rosa fegin ad kotturinn i naesta herbergi akvad ad eiga kettlinga thar, rosa naes ad thad er alltaf einhver heima ad taka a moti manni og liggja malandi hja manni thegar madur er ad lesa eda bara vantar knus (eda salarhjalp thegar madur hittir fyrsta spordrekann i herberginu sinu.. hehe). Thad verdur fjor thegar kettlingarnir verda thad storir ad their verda farnir ad hlaupa um!

föstudagur, júlí 27, 2007

Tiger Temple
Tha er eg maett i Tiger Temple-id. Kom hingad i gaerkvoldi og tha var farid med mig i herbergid mitt og til munksins. A leidinni i herbergid mitt lobbudum vid i gegnum buffaloa-hjord i nidamyrkri sjalfbodalida-husin eru nefnilega inni a svaedinu. Svo komum vid ad kvenkyns-sjalfbodalida husinu og thar gat eg valid mer herbergi thar sem eg er eini sjalfbodalidinn herna i augnablikinu. Thad er alveg soldid skrytin tilfinning ad vera ein i einhverju husi inni a midju svaedi sem er forest monastery og wild-life rescue center einhverstadar a Thaelandi og nagrannarnir i naesta herbergi kottur med fimm kettlinga og fyrir utan bara buffaloar, villisvin, hirtir o.s.frv. ad onefndum kongulom, moskito, maurum o.s.frv. o.s.frv. Eg valdi mer herbergid sem mer fannst lita best ut og akvad ad sopa adeins ur thvi ryk og konguloarvef og dusta ur ruminu fyrir svefninn. Svo fann eg mer nytt moskitonet i einu boxi i herberginu minu sem eg hengdi upp og svo for eg ad sjalfsogdu i herbergid beint a moti og stal viftunni ;) Husid er thannig ad thad er eins og grindverk i kringum husid i stadinn fyrir veggi og svo eru 4 herbergi (med veggjum) og svo bara opinn gangur (med thaki samt) og tvo klosett. I dag er eg svo buin ad vera ad fylgjast med starfsfolkinu og a morgun fae eg svo meira hands on. Mer list bara svaka vel a thetta, starfsfolkid er rosa naes og thad verdur gaman ad vera svona rosalega inni i thessu thaelenska, eins og ad borda rooosa morgunmat med ollum mogulegum rettum sem manni finnst vera kvoldmatur og er spiiicy..

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Ferdast um Thailand
Thann 18. juli logdum vid af stad i naeturlest til Chiang Mai. 19. notudum vid i ad skoda baeinn og ad sjalfsogdu adal Tempelin. Thann 20. logdum vid svo af stad i 3. daga trekking ferd i Doi Inthanon National Park, thad var alveg aedislegt! Ferdin byrjadi a elephant-riding, sem var alveg svaka gaman. Svo byrjadi trekkid og vid lobbudum og lobbudum, yfir ar og gegnum Karen hill tribe willages. Fyrsti dagurinn var rosalega erfidur enda upp fjall, liggur vid an pausa trekkad i 2-2,5 tima, endad vid bambus husa camp vid foss thar sem vid bodudum svitann af okkur fyrir kvoldmatinn. Seinni daginn helt trekkid afram, en bara vid sem aetludum ad vera i 3 daga (flestir voru bara i 2), stoppudum i hadegismat og sma lur og svo haldid afram ad odrum fossi. Thad er alveg soldid fyndid ad vera uppi i fjollunum i Thailandi i einhverjum fossi ad thvo ser med shampoi ;) Afram helt forin eftir badid til Karen thorps thar sem vid gistum hja yndislegri fjolskyldu. Dagur thrju var svo adalega nidur fjallid aftur og svo endad a bamboo-rafting, en thetta var alveg aedislegt og storfenglegt ekki minnst natturan og UTSYNID! Svo komum vid aftur til Chiang Mai og forum a sunday-market um kvoldid thar sem vid Sif gatum alveg verslad enn meir hehe.. Daginn eftir forum vid i Thai cooking class, thar sem vid byrjudum a ad fara a food-market til ad laera um hraefnin og svo smokkudum vid nokkra thaelenska avexti og eldudum fried noodles thai style (pad thai), fried spring rolls, prawn in coconut milk soup (tom yam goung), green curry with chicken, stir fried chicken with cashew nuts, sticky rice with mango og banana in coconut cream. Thad var rosa gaman og nu eigum vid 1 day cooking class certificate og thaelenska uppskriftabok ;) Svo var farid beint a lestastodina og tekin naeturlest til Bangkok. Vid komum svo ti Bangkok i gaer og thar skodudum vid Wat Pho, en thad er eitt af thessum storu templum sem vid attum eftir ad skoda. Wat Pho er lika fraegt fyrir ad husa mest virta nudd-skolann i borginni og ad sjalfsogdu skelltum vid okkur i Traditional Thai Massage sem var geggjad!! Svo helt ferdalagid afram og vid forum i rutu til Kanchanaburi (baerinn rett hja Tiger Temple). Her gistum vid i Floating-house og i dag erum vid bunar ad skoda baeinn, sem ad miklu leiti snyst um seinni heimstrydjoldina, en her gerdist sagan sem oskarsverdlauna-biomyndin The Bridge on the River Kwai snyst um. A morgun aetlum vid svo i Death Railway (sem fer yfir brunna) og svo yfirgefur Sif mig og heldur heim a leid, en eg fer i Tiger Tempelid!

mánudagur, júlí 16, 2007

Her eru svo fleiri myndir ur frabaeru ferdinni okkar ;)

Lucky Buddha i Lucky Temple.


Ad fodra fiskana i Chao Phraya craaaazy..


Tuk-Tuk og driverinn i typiskum gulum "eg elska konginn" bol!


Sif fyrir framan Marble Temple.


Ad laekna litla veika hvolpinn hana Jeew med dr Shonu.


Doberman med hudmaur.


Whitening scrub ;)


Vid stollurnar anaegdar i Bangkok.


Veitingarstadur thar sem madur eldar matinn sjalfur!


Einn af hundunum uppi i Soi Dog Rescue.


A Chatuchak Market ad versla.


A motorcykle-taxi.


Ad thrifa augun a hundinum Scratch.


Eineygdir kettir med kattarfar.


Ad gelda med dr Komkrit.


Sif og nokkrir af saetu litlu hvolpunum.


Ad gefa veikum ketti vokva.


Thailenskir avextir.


Sweet Pea (eda thrir faetur eins og hun heitir a thaelensku).
A sunnudaginn forum vid ad turistast og skodudum nokkur af adal turista-attractiones i Bangkok, The Grand Palace og Wat Phra Kaeo. Svo forum vid i batsferd um Chao Phraya (sem er ain sem rennur gegnum Bangkok) a einkabat med bara mer og Sif og svo stoppudum vid hja Wat Arun eda Temple of Dawn eins og thad er lika thekkt sem. Thetta (serstaklega tempelin (wat)) var rosalega fallegt og alveg eitt thad magnadasta sem eg hef a aefinni sed, thvi get eg lofad ykkur!!

Ramakien Gallery (myndir inna ollum murnum kringum Wat Phra Kaeo, otrulega flott).


Sif uppstillt vid einn af inngongunum i Wat Phra Kaeo.


Eg ad skoda sma hluta af Ramakien Gallery.


Grand Palace.


Utsyni yfir Wat Arun i batsferdinni.


Ad klifra upp Wat Arun.
A midvikudagskvoldid leggjum vid sidan af stad til nordur Thailands til Chiang Mai i trekking.. okkur hlakkar ekkert sma til ;)

laugardagur, júlí 14, 2007

Myndir fra Budapest

Sidasta bolusettningin fyrir ferdalagid!


Tilbunar og bunar ad leggja i hann i metronum i DK.


Eg a Heroes' Square.


Hluti af hetjutorginu (aftur).


Utsyni yfir Parlamentid.


Gaman ad turistast i Budapest!!


Ad borda a Spoon a Dona.. rosa fint og gott!

Annars er thad ad fretta ad a midvikudaginn fluttum vid heim til Sherry (stofnandi og forseti Soi Dog). Hun er nefnilega ad flytja til Singapore thann 19. juli en for nuna til ad fara med hundana sina thangad og kemur svo til ad ganga endanlega fra husinu aftur. I millitidinni faum vid Sif ad vera her med fosturhundinum hennar og maidinni (thjonustukonunni) -munur ad vakna og buid ad vaska allt upp og gera fint! Vid aetlum ad nyta taekifaerid og spara okkur pening med thvi ad elda svolitid sjalfar, thvo thvott her o.s.frv.

Set inn myndir fra Bangkok bradum..

mánudagur, júlí 09, 2007

Buin ad vera i viku
I dag er nakvaemlega vika sidan vid komum hingad til Thailands. Thetta er fljott ad lida, samt er svo margt buid ad gerast ad thad virkar eins og mikid lengur en bara rumlega vika sidan profin voru buin!

I gaer vorum vid i frii og akvadum ad fara a staersta markadinn i allri Bangkok - Chatuchak market. Thad var alveg upplifelsi ad koma thangad, thetta er helgarmarkadur og hann er vist staerri en 5 fotboltavellir og med yfir 6000 basum/budum! Vid Sif gatum alveg verslad adeins ;) Thad var rosa skrytid ad sja ad their voru ad selja rosa mikid af dyrum tharna (hvolpar, kettlingar, kaninur, ikornar, hamstrar, fuglar o.s.frv.). Dyrin voru flest allt of ung til ad vera tekin fra maedrum sinum og morg theirra klaedd upp i allskonar fot i yfir 30 stiga hita, greyid litlu krilin. Thad eru vist lika seld mikid af ologlegum dyrum tharna (fridud, i utrymingharhaettu, o.s.frv.) sem er natturulega otrulega sorglegt, en vid saum engin svoleidis i gaer enda komumst vid ekki i gegnum nema brotabrot af markadinum..

Annars get eg stolt sagt fra thvi ad vid erum ekki enntha bunar ad fa illt i magann ne nidurgang!! Maturinn her er sjaldan bordadur med pinnum heldur er hann oftast bordadur med gaffli og skeid, sem er frekar fyndid en samt mjog thaegilegt bara thvi thad er allt svo vel brytjad nidur.. Vid erum eigilega alltaf bunar ad borda bara thailenskan mat og roooooosalega er hann godur ;)

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Soi Dog And Cat Rescue
Vid forum i gaer i fyrsta sinn upp a hundaskylid. Thad er alveg svakalegt ad sja greyid dyrin, thau eru ekkert sma illa farin morg. Alls konar sjukdomar sem madur ser ekkert i Danmorku eda Islandi ut af bolusettningum o.a. Vid Sif faum kannski ad vera house-sitters fyrir Sherry (sem er adal konan og stofnandi Soi Dog) thvi hun er ad fara til Singapore i viku, thad vaeri alveg aedislegt, tha gaetum vid allavega sparad okkur soldinn pening..

A thridjudaginn forum vid i sma turista-baejarferd og tokum Tuk-Tuk i um 3 tima og skodudum nokkur Budda-Temple (sem eru brjalaedislega flott) og svona, thad var rosa gaman. Hann stoppadi med okkur i einhverjum ferdaskrifstofum og eitthvad thvi tha fekk hann gasoline cupons og svo a endanum gaf hann okkur ferdina fria thvi hann var buinn ad graeda svo mikid bensin a okkur og vid vorum good turists hehe..

Bangkok er svakalega busy storborg med rosa mikid af bilum, skellinodrum og Tuk-Tukum (svona thrihjola-skellinadra med saeti undir sma thaki fyrir tvo farthega = thaelenskur leigubill). Thad er mikill havadi og skitugt, en allt folkid brosir voda mikid og vilja endilega hjalpa manni. Thad er heitt (en ekki of heitt), skyjad og mikill raki i loftinu og ca. einu sinni a dag rignir alveg craaazy thvi thad er monsoon eda regningar-timabil nuna. Adur en vid forum af stad fundum vid heimasidu thar sem stod ad a Thailandi vaeri cold-, hot- and rainy-season or transelated hot, very hot and very hot and wet ;)

Annars er voda fyndid ad vera herna i Bangkok, soldid lost in translation feelingur. T.d. i matvorubudinni eru til fullt af whitening lotiunum, vid spurdum Wendy (general manager i Soi Dog, vid Sif alveg um a hana med spurningum i bilnum thegar vid faum far hja henni) ut i thad og hun sagdi ad thad se svo fint ad vera hvitur thvi ef madur er dokkur tha thydir thad ad madur vinni uti a gotu sem thydir ad madur se fataekur! Annars eru ovenjulega margir herna klaeddir i gula boli med skjaldamerki a brjostinu, vid erum bunar ad komast ad thvi ad thad thydir ad madur elski konginn og ad gulur se litur manudags og kongurinn faeddist a manudegi, thannig serlega margir eru i svona gulum bolum a manudogum (sem er ad sjalfsogdu dagurinn sem vid komum til Thailands og saum gjorsamlega alla gul-klaedda og skildum ekki neitt). Thad var lika alveg svaka fjor ad fara i apotekid i gaer ad kaupa moskito repellant, tha forum vid ad skoda allskonar lyf og m.a. pinu-litla dollu merkta White Monkey Holding Peach Balm, en thad er eitthvad undrakrem vid vodvaverkjum, skordyrabitum o.s.frv. o.s.frv. ad sjalfsogdu drifum vid okkur ad kaupa undra-lyfid ;)

mánudagur, júlí 02, 2007

Komin til Bangkok!!!!
Tha erum vid Sif loksins komnar til Bangkok. Logdum af stad a sunnudagsmorgunin og millilentum i Budapest allan gaerdaginn. Thad var aedislega gaman i Budapest, vid forum i baeinn og akvadum ad besta leidin til ad nyta okkar eina dag i borginni vaeri ad fara i hopp on hopp off city bus tour. Hoppudum af a hetjutorginu og fengum okkur ekta ungverska gullassupu i hadegismat og svo heldum vid rutuferdinni afram. Bordudum svo kvoldmat a finum veitingarstad sem heitir Spoon a bat a Danube (Dona). Thetta var alveg aedislegur dagur i Budapest og vid nadum ad sja otrulega margt! Svo um kvoldid helt ferdalagid afram og vid lentum herna i Bangkok i dag eftir naeturflugid fra Budapest. Dagurinn er bara buinn ad fara i ad koma okkur a hotelid, slappa af, fara i sturtu og borda Thai mat namminamm..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?