<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Kirurgisk teknik
Halló halló.. mig langar bara aðeins að segja frá æfingunum sem við erum í. Við erum í verklegum æfingum fyrir hádegi og svo fyrirlestrum eftir hádegi. Ég fór fyrst í æfingar í rúmlega tvær vikur sem hétu Store husdyr, þar sem við lærðum að gera grunn-skoðun á stóru dýrunum (hestar, kýr, kindur og svín) og skrifa skýrslur um það sem fannst í skoðuninni. Svo komu rúmlega tvær vikur af Mindre husdyr sem var svipað og stóru dýrin nema um hunda og ketti. Svo núna er ég í þriggja vikna æfingum sem heita Kirurgisk teknik. Þar eigum við að læra að sauma, gera aðgerðir, hvernig á að halda öllu eins sótthreinsuðu eins og hægt er o.s.frv. o.s.frv. Við erum alveg búin að gera fullt af aðgerðum á grísum m.a. hudkirurgi (allskonar í húðinni), kastration (gelda eins og á að gelda hund), tracheostomi (rör í gegnum barkann til að anda), cranial laparotomi (opna inn í efri hluta kviðsinns) og þá gerðum við gastrotomi (inn í magann) og enterotomi (inn í þarmana), svo caudal laparotomi (neðri hluti kviðsinns) og þá gerðum við cystotomi (inn í þvagblöðruna) og enterektomi (fjarlægja hluta af þarminum) og svo var maður svæfingarlæknir í einn dag. Í gær gerðum við svo kastration aftur en núna eins og maður geldir hest og svo í dag herniorrhaphi (fjarlægðum kviðslit hjá naflanum) og á föstudaginn er síðasti dagurinn og þá gerum við aðgerð á kú.. En allavega þetta er búið að vera rosa spennandi og náttúrulega rosa gaman loksinns að fá að gera eitthvað sem kemur lifandi dýrum við. Þó svo að þau fá nú reyndar ekkert að vakna aftur.. við vesenumst í því að halda þeim í flottri svæfingu en svo þegar aðgerðin er búin fá þau sprautu til að stoppa hjartað.. þetta er erfitt líf hjá greyið svínunum ;) Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir frá æfingunum.. ENJOY!!


Mari, Åsa og ég að setja slöngu fyrir svæfingargasið í grísinn.


Ég og Sif að taka sjálfsmynd -voða sætar ;)


Ingibjørg og ég að gera enterotomi.


Ég að sauma saman þarminn eftir að hafa fjarlægt stykki úr honum (enterektomi).


Close up af saumaskapnum.

ps. Við komum til Íslands með kvöldfluginu föstudaginn 15.desember og förum svo aftur 1.janúar!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Türkiye
Hér koma fuuuullt af myndum frá Tyrklands-ferðinni okkar Sveinbjörns


Hótelið æðislega


Í sólbaði hjá sundlauginni


Skál!


Getiði talið stjörnurnar..


Í Alanya-bænum


Ohh ég vildi að við værum þarna ennþá ;)


Kastalinn upplýstur


Góður matur


Hellir sem við skoðuðum


Alanya


Í kastalarústunum


Meiri kastali


Rosa fallegt


Skötuhjúin


Eitt húsanna í bænum með geit og kjúllum.. hehe


Höfnin í Alanya



miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Alanya
Her er alveg geggjad ad vera.. vedrıd er buıd ad leıka vıd okkur og vıd lıggjum bara vıd sundlaugına allan dagınn og supum a all ınklusıve tyrknenska Efes bjornum ı rolegheıtunum!
Hotelıd okkar (Hedef Resort) er alveg rosalega flott, god thjonusta og godur matur.
Vıd erum a leıınnı ı nudd morgun og faum svona eıns og halfs tıma program med skrubbı, andlıtsmaska og heılnuddı -ohhh mıg hlakkar tıl!!
Eftır morgunmatınn ı dag forum vıd ı hamam sem er tyknesk bad og thar voru tveır tyrkneskır kallar ad skrubba hvern annan og svo fengum eg og Sveınbjörn barasta skrubb lıka hehe vıd bara buın ad eıgnast vını.
Annars erum vıd bara ad dulla okkur allan dagınn og erum svo audvıtad daudthreytt a kvoldın -erfıtt lıf ad gera svona ekkı neıtt ;)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Tyrkland í næstu viku
Þar sem ég er í fríi í skólanum í næstu viku útaf mellemuge 1 (millivika fyrir endurtektapróf og annað milli blok 1 og 2) ákváðum ég og Sveinbjörn að nýta tækifærið og skella okkur í sólina.. Tyrkland varð fyrir valinu og við leggjum í hann á sunnudagskvöldið. Gvöööð hvað mig hlakkar til!! Við ákváðum bara að skella okkur á dýrustu og mestu luxus last minute ferðina sem Tyrkieteksperten bauð upp á (ekki nema 3.499 DKK samt), þannig við verðum á fimm stjörnu Hedef Resort í Alanya með all inklusive -meira að segja drykkir líka. Það verður ekki gert annað en að slappa af við sundlaugina með kokteil í hönd og eina dagsrá dagsins verður að fara í nudd eða eitthvad ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?