<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 23, 2006

Góða veðrið heldur áfram..
Þetta er alveg ótrúlegt, það er bara búið að vera geggjað veður í allt sumar hérna í København!
Í gær fórum við á ströndina, það var Amagerstrand sem varð fyrir valinu því hún er í mátulegri hjólafjarlægð héðan. Það var alveg yndislegt og ég var svo upptekinn af því að hafa það gott og gera ekki neitt að ég hafði ekki einu sinni tíma til að lesa í bókinni minni ;)
Mamma, pabbi og Tommi koma í heimsókn á miðvikudaginn og ég hlakka ekkert smá til, náttúrulega ekkert búin að hitta þau síðan um jólin. Um helgina ætlum við svo að skella okkur öll saman til Bornholm, það verður örugglega rosa gaman. Svo fara mamma og pabbi aftur á mánudeginum en Tommi verður áfram fram á föstudag. Ég vildi bara að Höddi bróðir og Sigga kæmu líka en það verður víst bara að vera einhvern tímann seinna sem við sjáumst.
Nú er um mánuður þangað til skólinn byrjar aftur og mér finnst það ekki gaman.. væri alveg til í að vera í sumarfríi mikið mikið mikið lengur!!!!

Myndirnar eru frá því að við grilluðum úti í garði síðasta fimtudag -nammi namm..




sunnudagur, júlí 16, 2006

Vinnan í Taconic
Nú er ég búin ad vinna í Taconic í rúmlega tvær vikur og líst bara vel á. Vakna klukkan 5 og 5:22 hefst ferðalagid med strætó, síðan lest og svo aftur strætó. Drukkið kaffi og svo byrjað að vinna klukkan 7. Vinnan verður sífellt meira og meira spennandi því meira sem maður lærir og ég er bara mjög fegin ad hafa ákveðið ad taka þessari vinnu.. þó að ég þurfi ad vakna klukkan 5 ;) Fyrstu vikuna var ég á rottudeild og svo í síðustu og þessari viku á músadeild. Þegar maður ætlar ad komast inn til dýranna þarf maður ad fara í gegnum þrjú herbergi. Í fyrsta herberginu klæðir maður sig úr öllum fötunum, setur á sig hárhlíf og snýtir sér. Í herbergi númer tvö fer maður í sturtu og þvær sér upp úr sótthreinsandi sápu. Í síðasta herberginu fer maður svo í ný hrein föt (nærbuxur, topp, sokka, galla, önnur hárhlíf yfir þessa fyrstu, grímu fyrir nef og munn, sótthreinsa hendur, bómullarhanskar og svo svona uppþvottahanska yfir og þeir sóttreinsaðir með Virkoni) sem fyrirtækið á sem eru búin að annaðhvort autoklavera eða geisla, meira að segja dömubindin eru sköffuð af fyrirtækinu og tekin inn á þennan hátt. Þetta er til þess að við séum ekki ad bera sýkla inn til dýranna því það yrdi náttúrulega hörmung ef þau yrðu veik og þar sem þetta eru tilvonandi tilraunadýr verður allt að vera á hreinu til að það sé nú víst að niðurstöðurnar úr tilrauninni séu marktæk. Þannig ef madur skyldi nú þurfa ad pissa þá er bara að fara í gegnum öll herbergin og sturta sig enn og aftur á leiðinni inn hehe. Þannig að ég fer 2-3 í sturtu á dag þar sem maður fer að sjálfsögdu í gegnum allt draslið eftir hádegismatinn líka ;)
Annars er ég líka byrjud ad vinna í Akvariuminu..
En nóg í bili -skrifa bráðum meira um sumarlífid í DK!

föstudagur, júlí 07, 2006

Myndir frá Roskilde
Rosa gaman og að sjálfsögðu rosa gott veður.
Fórum á fullt af tónleikum og get ég sagt fyrir minn hlut að Guns N´Roses, Morrissey, Scissor Sisters, George Clinton og The Strokes hafi verið með þeim skemmtilegri að sjá.

Orange sviðið


Sveinbjörn á Deftones


Ég og Svala líka á Deftones


Óli og Óli


Siggi T


Þórir


Hákon


Ég á Tool


Arena sviðið


Soffía, Svala og Finnur á George Clinton


Víkingaspil í sólinni








Svala og Sólveig á The Strokes


Tjaldið okkar stóra ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?