miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Sónarmyndir frá 14.02.08
Hérna eru svo nýjustu myndirnar af lillanum. Var komin rúmlega 19 vikur á leið þegar þessar voru teknar. M.a. er hægt að sjá fótleggina sem voru um 8cm langir, hjartað sem lítur út eins og geirvarta á myndunum og magann sem er dökkur og fullur af legvatni ;)
Hérna eru svo nýjustu myndirnar af lillanum. Var komin rúmlega 19 vikur á leið þegar þessar voru teknar. M.a. er hægt að sjá fótleggina sem voru um 8cm langir, hjartað sem lítur út eins og geirvarta á myndunum og magann sem er dökkur og fullur af legvatni ;)
sunnudagur, febrúar 17, 2008
IT'S A BOY
Við fórum í 20 vikna sónar á fimmtudaginn og allt leit rosa vel út. Ný dagseting var sett til 8.júlí og kom í ljós að þetta er.. da dara da.. lítill typpalingur sem við erum að bíða eftir!
Við erum búin að fá stærri íbúð hérna á kollegíinu. 3ja herbergja íbúð sem við fáum líklegast afhenda í næstu viku. Ákváðum að sækja um stærri íbúð þar sem við myndum ekki einusinni geta komið fyrir barnarúmi hérna í litlu höllunni okkar.. þó svo að hún sé nú ótrúlega rúmgóð þessi 2ja herb. rúmlega 30 fermetra íbúð okkar ;)
Annars erum við undanfarið búin að..
Fara í mat hjá Soffíu og Finni síðustu helgi þar sem var boðið upp á mexikanska kjúklingasúpu sem var ótrúlega fyndið þar sem tveim helgum áður var okkur boðið í mat hjá Vigdísi og Eiríki og þar var einmitt líka mexikönsk kjúklingasúpa!
Helgina þar áður (2.feb) fórum við á Mugison-tónleika á Lille Vega.
Á föstudaginn fór ég til Lundar í Svíþjóð með Sif. Málið var að hún átti að mæta í réttarhöld til að bera vitni af því að einhverjir krimmar fundust með kópíu af kortinu hennar.. við ákváðum bara að gera okkur ferðalag úr þessu og tókum einn túristadag í Lundi, hugguðum og höfðum það gott!
Við Sif erum komnar á fullt með lokaverkefnið, en það heitir Motionstest som mål for endothelfunktion hos hund eða á ensku An exercisetest of endithelial funktion in dogs! Erum búnar að vera á fullu í undirbúningsvinnu og að hringja í hundaeigendur (ætlum að skoða Cavalier King Charles Spaniel og Cairn Terrier) síðustu tvær vikur, en næsta föstudag kemur svo fyrsti hundurinn inn.
Annars bíð ég spennt eftir að Elsa vínkona fari að eignast sitt barn. Hún er komin soldið yfir settan dag, þannig þetta hlýtur að fara að gerast bráðum.. gangi þér bara rosalega vel Elsan mín!
Við fórum í 20 vikna sónar á fimmtudaginn og allt leit rosa vel út. Ný dagseting var sett til 8.júlí og kom í ljós að þetta er.. da dara da.. lítill typpalingur sem við erum að bíða eftir!
Við erum búin að fá stærri íbúð hérna á kollegíinu. 3ja herbergja íbúð sem við fáum líklegast afhenda í næstu viku. Ákváðum að sækja um stærri íbúð þar sem við myndum ekki einusinni geta komið fyrir barnarúmi hérna í litlu höllunni okkar.. þó svo að hún sé nú ótrúlega rúmgóð þessi 2ja herb. rúmlega 30 fermetra íbúð okkar ;)
Annars erum við undanfarið búin að..
Fara í mat hjá Soffíu og Finni síðustu helgi þar sem var boðið upp á mexikanska kjúklingasúpu sem var ótrúlega fyndið þar sem tveim helgum áður var okkur boðið í mat hjá Vigdísi og Eiríki og þar var einmitt líka mexikönsk kjúklingasúpa!
Helgina þar áður (2.feb) fórum við á Mugison-tónleika á Lille Vega.
Á föstudaginn fór ég til Lundar í Svíþjóð með Sif. Málið var að hún átti að mæta í réttarhöld til að bera vitni af því að einhverjir krimmar fundust með kópíu af kortinu hennar.. við ákváðum bara að gera okkur ferðalag úr þessu og tókum einn túristadag í Lundi, hugguðum og höfðum það gott!
Við Sif erum komnar á fullt með lokaverkefnið, en það heitir Motionstest som mål for endothelfunktion hos hund eða á ensku An exercisetest of endithelial funktion in dogs! Erum búnar að vera á fullu í undirbúningsvinnu og að hringja í hundaeigendur (ætlum að skoða Cavalier King Charles Spaniel og Cairn Terrier) síðustu tvær vikur, en næsta föstudag kemur svo fyrsti hundurinn inn.
Annars bíð ég spennt eftir að Elsa vínkona fari að eignast sitt barn. Hún er komin soldið yfir settan dag, þannig þetta hlýtur að fara að gerast bráðum.. gangi þér bara rosalega vel Elsan mín!