sunnudagur, júlí 20, 2008
Þriggja vikna
Já, litli kallinn er þriggja vikna í dag! Það gengur bara rosa vel með hann og hann stækkar og dafnar, það kom sundhedsplejerske (barna-hjúkka) þegar hann var 16 daga og þá var hann orðinn 3900 grömm. Sveinbjörn er búinn að vera fríi sem er voða gott, mér fannst það rosa langt að hann átti að vera í 5 vikna fríi en nú eru ekki nema 2 vikur eftir - frekar leiðilegt. Mamma og pabbi eru búin að koma í heimsókn að sjá nýja barnabarnið og svo eigum við von á mömmu, ömmu og pabba Sveinbjörns í lok þessa mánaðar. Annars er bara rólegt og dagarnir fara í það að dundast í kringum litla prinsinn en hann er voða busy í því að sofa, drekka og kúka! Alveg frá fæðingu er hann líka alveg búinn að fatta að maður á að sofa á næturna, þannig hann fær að drekka fyrir nóttina og svo vaknar hann oftast bara einu sinni og svo aftur bara snemma um morguninn.. frekar gott mál ;)
Við erum að spá í að fara svo til Íslands í haust til að skíra, verðum bara að ákveða hvað hann á að heita fyrst!
Já, litli kallinn er þriggja vikna í dag! Það gengur bara rosa vel með hann og hann stækkar og dafnar, það kom sundhedsplejerske (barna-hjúkka) þegar hann var 16 daga og þá var hann orðinn 3900 grömm. Sveinbjörn er búinn að vera fríi sem er voða gott, mér fannst það rosa langt að hann átti að vera í 5 vikna fríi en nú eru ekki nema 2 vikur eftir - frekar leiðilegt. Mamma og pabbi eru búin að koma í heimsókn að sjá nýja barnabarnið og svo eigum við von á mömmu, ömmu og pabba Sveinbjörns í lok þessa mánaðar. Annars er bara rólegt og dagarnir fara í það að dundast í kringum litla prinsinn en hann er voða busy í því að sofa, drekka og kúka! Alveg frá fæðingu er hann líka alveg búinn að fatta að maður á að sofa á næturna, þannig hann fær að drekka fyrir nóttina og svo vaknar hann oftast bara einu sinni og svo aftur bara snemma um morguninn.. frekar gott mál ;)
Við erum að spá í að fara svo til Íslands í haust til að skíra, verðum bara að ákveða hvað hann á að heita fyrst!
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Fæðingin 29.06.08
Um klukkann 1 á aðfaranótt sunnudags þar sem við Sveinbjörn vorum á leiðinni heim úr matarboði hjá Soffíu og Kötu missti ég vatnið á Nørreport station! Þegar við svo komum heim nokkrum mínútum seinna hringdi ég í spítalann og fékk tíma í skoðun klukkan 9 og okkur skipað að hvíla okkur, en það tókst nú ekki þar sem hríðarnar voru byrjaðar um 2 leytið. Milli 6 og 7 var ég svo alveg komin með nóg og þá fór Sveinbjörn að gera allt til og við tókum leigubíl upp á Hvidovre Hospital þar sem við vorum komin um 7:30. Var mjög kvíðin að þau mundu senda mig heim þar sem ég var alveg búin á því og engan veginn að meika það, en sem betur fer var það ekki þannig. Allt leit vel út í skoðuninni og ég komin með 4-5 í útvíkkun. Eftir vaktaskipti hjá ljósmæðrunum var mér boðið klyx í rassinn til að tæma þarmana og að fara í sturtu, ég hlýddi bara þó svo að ég var orðin alveg tilbúin að fara fá eitthvað dóp! Klukkutíma seinna var ég búin að þessu og færð á fødestue 14. Ljósmóðirin var að útskýra aukaverkanir fyrir mænurótardeyfingu þegar ég hljóp á klósettið þar sem ég var farin að rembast. Þá var ég komin með 10 í útvíkkun og tilbúin að fæða sem kom ljósmóðurinni mikið á óvart því þetta er fyrsta barn og tekur þar með venjulega laaangan tíma, þannig ég náði aldrei að fá neina deyfingu. Byrjaði að rembast 9:30 og klukkann 10:08 fæddist svo drengurinn, blár og öskrandi! Fyrsta sem hann gerði var svo að pissa á ljósmóðurina ;) Hann var 3665 grömm, 52 cm á lengd, hausinn 35 cm, ljósmóðirin var alveg yndisleg og heitir Eva Maria Vammen. Svo þurfti bara að sauma eitt spor í nýbökuðu mömmuna og þá var þetta búið, þ.e.a.s. fyrir utan það að maður labbar og sest eins og ég veit ekki hvað hehe.. Þannig litli kallinn á afmæli þann 29.júní og ég var komin 38 vikur og 5 daga á leið þegar hann ákvað að koma í heiminn. Sveinbjörn setti inn myndirnar hérna fyrir neðan af beauty-inu svo daginn eftir fæðinguna. Í gær komum við svo heim af spítalanum og allt gengur bara vel. Sveinbjörn er að gera barnalandsíðu en hún er http://barnaland.is/barn/75736/. Síðan er læst en það þarf bara að fá lykilorðið með því að senda mér mail (hægt að gera gegnum síðuna). En ó my god hvað þetta var vont.. það er hægt að heyra endalaust af sögum, en það að fæða barn er eitthvað sem maður verður að prófa til þess að geta skilið! Hér kemur svo önnur mynd af litla prinsinum, foreldrarnir ótrúlega stolltir og ánægðir og finnst hann að sjálfsögðu fallegasta barn sem hefur nokkurn tíman fæðst!!
Um klukkann 1 á aðfaranótt sunnudags þar sem við Sveinbjörn vorum á leiðinni heim úr matarboði hjá Soffíu og Kötu missti ég vatnið á Nørreport station! Þegar við svo komum heim nokkrum mínútum seinna hringdi ég í spítalann og fékk tíma í skoðun klukkan 9 og okkur skipað að hvíla okkur, en það tókst nú ekki þar sem hríðarnar voru byrjaðar um 2 leytið. Milli 6 og 7 var ég svo alveg komin með nóg og þá fór Sveinbjörn að gera allt til og við tókum leigubíl upp á Hvidovre Hospital þar sem við vorum komin um 7:30. Var mjög kvíðin að þau mundu senda mig heim þar sem ég var alveg búin á því og engan veginn að meika það, en sem betur fer var það ekki þannig. Allt leit vel út í skoðuninni og ég komin með 4-5 í útvíkkun. Eftir vaktaskipti hjá ljósmæðrunum var mér boðið klyx í rassinn til að tæma þarmana og að fara í sturtu, ég hlýddi bara þó svo að ég var orðin alveg tilbúin að fara fá eitthvað dóp! Klukkutíma seinna var ég búin að þessu og færð á fødestue 14. Ljósmóðirin var að útskýra aukaverkanir fyrir mænurótardeyfingu þegar ég hljóp á klósettið þar sem ég var farin að rembast. Þá var ég komin með 10 í útvíkkun og tilbúin að fæða sem kom ljósmóðurinni mikið á óvart því þetta er fyrsta barn og tekur þar með venjulega laaangan tíma, þannig ég náði aldrei að fá neina deyfingu. Byrjaði að rembast 9:30 og klukkann 10:08 fæddist svo drengurinn, blár og öskrandi! Fyrsta sem hann gerði var svo að pissa á ljósmóðurina ;) Hann var 3665 grömm, 52 cm á lengd, hausinn 35 cm, ljósmóðirin var alveg yndisleg og heitir Eva Maria Vammen. Svo þurfti bara að sauma eitt spor í nýbökuðu mömmuna og þá var þetta búið, þ.e.a.s. fyrir utan það að maður labbar og sest eins og ég veit ekki hvað hehe.. Þannig litli kallinn á afmæli þann 29.júní og ég var komin 38 vikur og 5 daga á leið þegar hann ákvað að koma í heiminn. Sveinbjörn setti inn myndirnar hérna fyrir neðan af beauty-inu svo daginn eftir fæðinguna. Í gær komum við svo heim af spítalanum og allt gengur bara vel. Sveinbjörn er að gera barnalandsíðu en hún er http://barnaland.is/barn/75736/. Síðan er læst en það þarf bara að fá lykilorðið með því að senda mér mail (hægt að gera gegnum síðuna). En ó my god hvað þetta var vont.. það er hægt að heyra endalaust af sögum, en það að fæða barn er eitthvað sem maður verður að prófa til þess að geta skilið! Hér kemur svo önnur mynd af litla prinsinum, foreldrarnir ótrúlega stolltir og ánægðir og finnst hann að sjálfsögðu fallegasta barn sem hefur nokkurn tíman fæðst!!