<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 27, 2009

Weissenhäuser strand
Mamma og pabbi fóru aftur á sunnudagskvöldið. Það var voða gaman að hafa þau í heimsókn og við fórum m.a. saman í langa helgarferð til Þýskalands, leigðum bíl og keyrðum til Weissenhäuser strand. Það var rosa næs, við vorum bara að dúlla okkur, fara í baðlandið þarna, út að borða og svona.. voða gaman! Svo koma mamma og amma Sveinbjörns á morgun og verða í tvær vikur.. nóg að gera ;)










sunnudagur, maí 10, 2009

Brúðkaupsafmæli
Heilt ár liðið!! Við ætlum út að borða á Le Sommelier í kvöld, það er franskur veitingarstaður sem er hefur fengið michelinsguidens Bib Gourmand-verðlaun i 2009 þ.e.a.s. sem Michelin mælir með sem góður matur á viðráðanlegu verði.. spennandi ;)








laugardagur, maí 02, 2009

Sumar sumar sumar
..já það er komið sumar í DK! Við erum búin að grilla flesta daga og hafa það rosa gott í sólinni. Öll börnin á kollegíinu alltaf úti að leika og við líka - þó svo að Bjarki geri liggur við ekkert annað en að reyna að borða sandinn í sandkassanum ;)

Í skólanum er ég búin að vera í Internal Medicine síðustu tvær vikurnar, þar sem ég því miður lenti á ekkert svo skemmtilegum dýralækni.. þannig það var frekar misheppnað.. ekkert smá leiðilegt. Næstu tvær vikurnar verð ég svo á Emergency and Critical Care, næstu viku á dagvakt og þar á eftir á kvöldvakt. Eftir það fer ég í mánuð á Surgery, tvær vikur á Soft Tissue og tvær á Orthopedic. Svo 12.júní s.s. eftir 6 vikur verð ég barasta orðin dýralæknir!

Núna í maí koma fullt af gestum. Fyrst mamma, svo joinar pabbi. Stuttu seinna koma svo tengdamamma og tengdaamma. Það verður voða gaman að fá þau öll, langt síðan við vorum með gesti og gaman fyrir Bjarka að vera meira með ömmum og öfum.

Við Sveinbjörn vorum búin að vera saman í 8 ár um daginn.. crazy.. tíminn fjótur að líða! ..og eigum pappírsbrúðkaup 10.maí - þ.e.a.s. eins árs brúðkaupsafmæli! Svo verður Bjarki eins árs 29.júní! Nóg að gera!!

Við erum ekki ennþá búin að ákveða hvað tekur við eftir að ég útskrifast. Sveinbjörn er að spá í að sækja um í gullsmíði á Íslandi og við verðum eigilega að ákveða hvað við gerum þegar það kemur í ljós hvað kemur út úr því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?