<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 26, 2005

Fórst þú í jólaköttinn??


Hér voru jólakettir á verði


Það var greinilega einhver sem vildi ekki missa af því að fá að vera á myndinni ;)


Finndu Valla.. nei ég meina Kölu

laugardagur, desember 24, 2005

Jól jól
Jæja þá er ég vöknuð fyrir klukkan 9 á aðfangadagsmorgun. Alveg bara get ekki sofið lengur út af spenningi út af jólunum.. alveg eins og lítið barn að bíða eftir pökkunum sínum ;)

Í gær átti Unnur afmæli þannig að ég fór út að borða með MH-stelpunum mínum og það var ekkert smá gaman -rosalega er langt síðan ég hef hitt sumar þeirra! Ég, Unnur, Arna Sigrún, Alla Björg, Sigga Dögg og Rakel borðuðum á Austur-Indíafélaginu og svo kíkum við aðeins í bæinn og fengum okkur svo einn bjór, en þá bættist Katla í hópinn og Sólveig kíkti líka smá. Fyrir utan þær hitti ég fullt af fólki í bænum m.a. Kötu og Soffíu og Valda og Stellu. Æjj það var rosa gaman :)
Um daginn var ég búin að fara í Brunch með mömmu og ömmu á La Primavera og vesenast í bænum allan daginn með mömmu!
Þann 22. átti Sif afmæli -TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ENN OG AFTUR ELSKAN!!
Svo núna annan í jólum verður afmælis-veisla hjá Örnu Sigrúnu og Siggu Dögg.. brjálað að gera í afmælunum ;)

En kannski stærstu fréttirnar eru að á miðvikudaginn fór ég í Lazer-augnaðgerðina!!!! Ég var samþykkt og það var ekkert mál, var með óvenju þykkar og fínar hornhimnur og bara úrvals kandidat fyrir svona aðgerð! Þetta var ekkert vont, soldið skrítið náttúrulega en ekkert mál. Svo var bara að vera með lokuð augu þann dag og sólgleraugu og augndropar núna. Ég sé alveg rosalega skýrt og fínt strax og í skoðuninni deginum eftir aðgerðina var ég dæmd með arnarsjón ;) ..en ég sé kannski soldið eins og í móðu stundum og svo sé ég geisla í kringum öll ljós og svona, en það er alveg eðlilegt!
En jæja nóg í bili, best að fara pakka inn gjöfum..

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN OG HAFIÐ ÞAÐ YNDISLEGA GOTT!!

fimmtudagur, desember 15, 2005

GLEÐILEG JÓL
..til ykkar allra, frá okkur hér á Sommerstedgade 6, 4.tv.


Ísland here we come..
Þá fer að styttast í að við komum til Íslands! Við komum á laugardaginn (17. des) og förum svo aftur til Danmerkur 2. januar. Þannig að það verða löng og góð jól hjá okkur ;)
Ég hlakka líka rosa til að sjá litluna þeirra Elsu og Helga!
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið neitt sérlega dugleg að blogga undafarið.. en..
Annars er bara voða lítið að frétta. Við kláruðum að kaupa jólagjafirnar að mestu leyti í gær, nú þurfum við bara að fara að taka til, fara með dýrin í pössun og svona áður en við leggjum í hann!
Heyrðu nei samt -það er fullt að frétta.. ég er ekkert búin að segja frá þessari blokk (=önn 2 af 4 á þessu ári) í skólanum.. OG..
Núna á Íslandi er ég líklegast að fara í LAZER-augnaðgerð!! -þ.e.a.s. ef ég verð samþykkt í skoðuninni!
Í skólanum núna er ég í Basal Ernæring (=grundvallar-/undirstöðu- næringarfræði), Mikrobiel Fødevaresikkerhed (=..(örveru?) matvælaöryggi), Toksikologi (=eiturefnafræði) og Miljøhygiejne (=umhverfis -hreinlæti/-heilsufræði). Ekki kannski það mest spennandi en..
Á myndinni af mér og bókinni held ég einmitt á Toksikologi-bókinni.. ekki nema 1284bls. -thank you very much! Við byrjuðum í þessum fögum þann 14. nóvember og klárum þau öll á þessari blokk -förum í seinasta prófið 28. janúar! Tæplega 30.000kr. í bækur fyrir ekki nema 2-3 mánuði!!
En allavega..
SEE YOU ALL VERY SOON

This page is powered by Blogger. Isn't yours?