<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 10, 2006

Dronningensgade 49, lejlighed 16
Jæja þá erum við flutt -allt búið að vera brjálað að gera!! Ég fór í 3 próf og eitt lokaverkefni í enda janúar og svo beint eftir prófin fór allt á fullt að flytja, en það var gert þann 31. janúar.
Við erum flutt á Sofiegården kollegiet á Christianshavn (rétt hjá Christianiu). Okkur líst bara rosa vel á íbúðina og staðsetningin er náttúrulega alveg frábær. Íbúðin er minni en íbúðin sem við bjuggum í á Sommerstedgade, en hún er vel sett upp og þægileg. Allt er ennþá í rúst og gólfin full af dóti, en þetta hlýtur bráðum að fara að koma hjá okkur.
Á morgun ætlum við svo að halda innfluttningspartý og við stelpurnar ætlum svo að skella okkur á ballið eftir Þorrablót Íslendingafélagsins (verður haldið í NIMB í Tivoli) og strákarnir ætla bara í bæinn eða eitthvað.
Fleiri í fréttum er að fyrir akkúrat viku lét ég gelda Leo og núna um helgina erum við að passa Malthe og Zigge merðina hennar Marie (sem passaði Silju og Leo yfir jólin).
Jæja en nóg í bili..
hej hej

This page is powered by Blogger. Isn't yours?