<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2009

Skóli o.s.frv.
Ég er á fullu í skólanum, fyrstu vikuna var ég í Clinical Pathology (blóðrannsóknir m.m.), svo viku á Diagnostic Imaging (röntgen, ómskóðun, CT, MRI), svo í Kard/Onco (hjarta/krabbamein) og í síðustu viku í Ofto/Neuro (augu/taugar).

Ég er aðeins byrjuð að kíkja á vinnur, en finnst það voða skrýtið.. ennþá svo óraunverulegt eitthvað að ég sé að verða búin!

Annars er búið að vera ýmislegt að gera, er m.a. búin að fara með Soffíu á leikritið Brák þegar það var sýnt hérna úti á Nordalantens brygge, mæli með því, rosa gaman. Svo fórum við á The Curious Case of Benjamin Button í bíó, líka rosa gaman. Copenhagen Art Fair var haldið síðustu helgi og það var algjört æði.. nóg að gera.

Við erum búin að pannta flug til Ísland um páskana, fljúgum 31.mars og förum svo aftur heim til DK 16.apríl - alltaf á klakanum!!

Bjarki Hrafn stækkar og stækkar og tekur miklum framförum. Hann kemst um allt og er alveg að fara að skríða, hann stendur á fjórum fótum og ruggar fram og til baka og svo leggst hann á magann og "skríður" um allt á maganum. Hann er orðinn voða duglegur að borða. Svo erum við byrjuð að mæta á legestue hérna á kollegíinu sem er haldin á hverjum laugardegi þar sem börn á vuggestuealdri (0-3 ára) sem búa á kollegíinu geta mætt og leikið sér saman. Sveinbjörn er búinn að setja inn tvö nýleg videó af litla manninum á youtube sem er hægt að sjá hér:
This page is powered by Blogger. Isn't yours?