<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 24, 2009

Sumarfrí
Við erum búin að pannta ferð! Það sem varð fyrir valinu að þessu sinni er tveggja vikna heilalaus all inclusive ferð til Mediterraneo hotel í Hersonissos á Krít.Annars höfum við það bara voða gott. Við Sveinbjörn erum bæði í sumarfríi um óákveðinn tíma þangað til framtíðarplönin verða lögð. Veðrið leikur við okkur og við bara dúllum okkur, fórum m.a. í dýragarðinn í gær og svona.. voða kósí ;)

laugardagur, júní 13, 2009

ÉG ER ORÐIN DÝRALÆKNIR
Dr. Dolittle takk fyrir túkall.. síðasti dagurinn í skólanum í gær og nú er ég barasta candidata medicinae veterinariae Halldóra Hrund Guðmundsóttir ;) Ansi blendnar tilfinningar að tæma skápinn uppi í skóla.. skrýtið.. þetta eru náttúrulega búin að vera 6 frábær ár og furðulegt að vera bara búinn einn daginn eftir skóla!

En nú tekur sumarfrí við og ég ætla sko að njóta þess. Svo þurfum að fara ákveða hvað við ætlum að gera.. Sveinbjörn komst ekki inn í gullsmíðina á Íslandi, þannig við þurfum að fara spá í hvað þá?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?